Samið um frekari stækkun verknámsaðstöðu FB

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari FB og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti skrifuðu í dag undir samning um stækkun á viðbyggingu skólans fyrir verknámsaðstöðu.

Fyrirhuguð stækkun á viðbyggingu fyrir verknámsaðstöðu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti er viðbót við gildandi samningi milli borgarstjóra og mennta- og menningarmálaráðherra frá 30. apríl 2021.

Samkvæmt gildandi samningi er hlutdeild kostnaðar Reykjavíkurborgar 40% af heildarkostnaði og stækkun núna hækkar framlag borgarinna um 135-140 mkr.