Sæmundarskóli fagnar tíu ára afmæli

Skóli og frístund

""

Nemendur, foreldrar og starfsfólk í Sæmundarskóla fagna í dag tíu ára afmæli skólans. 

Merkisafmælinu var fagnað með hátíðarsamkomu á sal þar sem frumsýndar voru hreyfimyndir eftir yngri nemendur og tónlistarmyndbandið Sæmó hann er okkar eftir eldri nemendur. Þá stjórnuðu eldri nemendur dansi og nemendur í 4-5. bekk sungu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði einnig listaverk sem allir nemendur og allt starfsfólkið kom að og er sett saman úr sjálfsmyndum þeirra. Og svo var skólasöngurinn að sjálfsögðu sunginn. 

Að skemmtidagskrá lokinni var farið út í vorveðrið og snæddar grillaðar pylsur og afmæliskökur. Þá skemmtu börnin sér í þremur hoppukastölum í boði foreldrafélagsins, sem settir höfðu verið upp á skólalóðinni. 

Skólastjóri í Sæmundarskóla er Eygló Friðriksdóttir. 

Til hamingju öll með tíu árin í Sæmó.