Sá sem er glaður er góður

Skóli og frístund

""

„Sá sem er glaður er góður“ var yfirskrift stóru leikskólaráðstefnunnar í ár en þátttakendur voru 640 starfsmenn leikskóla og var uppselt í stóra fyrirlestrarsal Hiltons hótel.

Meginþema ráðstefnunnar voru fimm meginþættir nýrrar menntastefnu hjá Reykjavíkurborg; Læsi, félagsfærni, sköpun, sjálfsefling og heilbrigði.

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs sagði frá nýrri menntastefnu, Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Menntavísindas við HÍ, fjallaði um félagsfærni, Guðrún Alda Harðardóttir, deildarstjóri og pedagogista í leikskólanum Aðalþingi, fjallaði um sjálfseflingu, Jenný Ingudóttir, lýðheilsufræðingur hjá embætti landlæknis, fjallaði um heilbrigði, Elfa Lilja Gísladóttir, tónlistarkennari hjá Tónskóla Sigursveins, fjallaði um sköpun og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor við Menntasvið HÍ, fjallaði um læsi.  

Auk aðalfyrirlesara stigu leikskólinn Laugasól og Lyngheimar á svið og sögðu í máli og myndum frá þróunar- og sköpunarverkefnum í sínum skólum.

Það var mikill hugur í ráðstefnugestum og eftirvæntingum eftir því að láta drauma barnanna okkar rætast í nýrri menntastefnu.

Þess má geta að starfsfólki Árborgar var klappað lof í lófa fyrir snögg og hárrétt viðbrögð þegar eldur kom upp í skólanum 6. febrúar sl.

Ráðstefnan er stærsta fagstefna leikskólastarfsfólks á landinu og er haldin af skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.