Rykkrokk fór vel fram

Menning og listir

""

Rykkrokk var endurvakið í Fellagörðum um síðustu helgi, laugardaginn 3. ágúst. Heldur kalt var í veðri í Breiðholtinu þennan dag, en tónleikaþyrstir gestir létu það ekki á sig fá, skelltu sér í lopapeysurnar og kíktu á fjörið.

Talið er að á milli þrjú til fjögur hundruð manns hafi komið á viðburðinn sem var haldinn á vegum Innipúkans í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts og Fellagarðshópinn. Allt fór vel fram og tónlistarmennirnir sem allir höfðu tengingu við Breiðholtið á einn eða annan hátt létu vel í sér heyra.