Röskun á störfum kvenna í borginni | Reykjavíkurborg

Röskun á störfum kvenna í borginni

þriðjudagur, 23. október 2018

Á morgun má búast við því að konur skundi fylktu liði á Arnarhól á samstöðufund um launajafnrétti. Foreldrar eru því beðnir um að sækja leikskólabörn fyrir kl. 14.55 eftir því sem kostur er.

  • Mannfjöldi í miðborginni, Drusluganga.
    Mannfjöldi í miðborginni, Drusluganga.

Konur eru hvattar af kvennahreyfingunni og stéttarfélögum til að ganga út á slaginu 14.55.  Dagskrá hefst við Arnarhól kl. 15.30 og gera má ráð fyrir víðtækri þátttöku kvenna og að röskun verði því víða í starfsemi borgarinnar, t.d. í skóla- og frístundastarfi og eru foreldrar beðnir um að huga að því.