Rósirnar í Laugardalnum

Umhverfi Mannlíf

""

Fjallað verður um rósirnar í Laugardalnum í fræðslugöngu, þriðjudagskvöldið 21. júlí kl. 20.

Í göngunni verða rósirnar í Grasagarðinum og Rósagarðinum í Laugardal (Borgargarði) skoðaðar, fjallað um algengustu rósategundir og yrki sem eru í ræktun utandyra á Íslandi og fjallað um umhirðu þeirra.

Þá verður fyrsti vísir að pólsku rósasafni kynntur í Rósagarðinum í Laugardal. Pólsku rósirnar eru gjöf frá rósaræktandanum Lukasz Rojewski í Konstantynów Łódzki í Póllandi.
Fræðslan fer fram á íslensku en í Rósagarðinum í Laugardal verður einnig túlkur.
Leiðsögumenn eru Hjörtur Þorbjörnsson og Ásta Þorleifsdóttir en fræðslan er samstarf Grasagarðs Reykjavíkur, Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands og Borgargarðs.
Fræðslan hefst við aðalinngang Grasagarðsins þriðjudagskvöldið 21. júlí kl. 20.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!

Meðfylgjandi mynd er af rósinni New Dawn.