Rimaskólastúlkur Íslandsmeistarar í skák

Skóli og frístund

""

Íslandsmót grunnskóla í stúlknaflokki var haldið í Rimaskóla laugardaginn 25. janúar. Rimaskólastúlkur unnu í báðum aldursflokkum.

Í flokki 6. - 10. bekkja var háð einvígi á milli Rimaskóla og Salaskóla í Kópavogi, fjórar umferðir. Eftir hnífjafna keppni í fyrstu þremur umferðunum þá seig Rimaskóli fram úr og náðu þær 9 - 7 sigri.  

Í flokki 3. - 5. bekkjar tefldu tvær skáksveitir frá Rimaskóla. A-sveitin hafði algjöra yfirburði á mótinu og fékk 15 vinninga af 16 mögulegum. Næsti skóli hlaut 9,5 vinninga. B-sveitin endaði í 4. sæti.
Skákkennari Rimaskóla er Björn Ívar Karlsson. Allar stunda stúlkurnar í Rimaskóla æfingar hjá Skákdeild Fjölnis undir stjórn Helga Árnasonar. 

Rimaskóli hefur unnið Íslandsmót grunnskóla stúlkna í flest skipti allt frá árinu 2003 og er greinilegt að ný kynslóð sterkra skákstúlkna er mætt til leiks.