Reykur í Ráðhúsi

Stjórnsýsla

""

Slökkviliðið var kallað að Ráðhúsi Reykjavíkur um tíuleytið í morgun vegna reyks sem barst frá þriðju hæð í norðurenda hússins.

Húsið var rýmt um leið og brunaboði fór í gang. Ástæðan reyndist vera skammhlaup í rafmagnstöflu í býtibúri á  þriðju hæð við Tjarnarbúð. Engan eld var að sjá, en slökkviliðsmenn sinntu sínu verki vel. Rafvirkjar mættu til að lagfæra töfluna en ekki urðu aðarar skemmdir í húsinu. Það er von húsvarða að reyklyktin fari fljótt úr húsinu.