Reykjavíkurráð ungmenna fundar með borgarstjórn | Reykjavíkurborg

Reykjavíkurráð ungmenna fundar með borgarstjórn

þriðjudagur, 27. febrúar 2018

Fjör var á fundi borgarstjórnar í dag þegar fulltrúar í Reykjavíkurráði ungmenna lögði fram sjö tillögur um málefni sem brenna á ungu fólki í borginni. 

 • Stúlkur láta til sín taka í ungmennaráðum í hverfum borgarinnar.
  Stúlkur láta til sín taka í ungmennaráðum í hverfum borgarinnar og fluttu sjö tillögur um mikilvæg málefni.
 • Elínborg Una Einarsdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Breiðholts Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar.
  Elínborg Una Einarsdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Breiðholts og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar.
 • Virk þátttaka á fundi Reykjavíkurráða ungmenna.
  Embla Nótt Pétursdóttir úr ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða hlýðir á umræður.
 • Elínborg Una Einarsdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Breiðholts, Helga Laxdal, Elsa Yeoman, og Dagur B. Eggertsson
  Elínborg Una Einarsdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Breiðholts flytur tillögu eitt. Til hægri má sjá Helgu Laxdal, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjórnar, Elsu Yeoman, borgarfulltrúa, og Dag B. Eggertsson, borgarstjóra.
 • Regína Gréta Pálsdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Kjalarness.
  Regína Gréta Pálsdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Kjalarness flytur tillögu tvö.
 • Embla Nótt Pétursdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða.
  Embla Nótt Pétursdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða fllytur tillögu þrjú.
 • Freyja Dögg Skjaldberg, fulltrúi í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða.
  Freyja Dögg Skjaldberg, fulltrúi í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða flytur tillögu fjögur.
 • Stöllur í ungmennaráði fylgjast með flutningi tillagna.
  Stöllur í ungmennaráði fylgjast með flutningi tillagna.
 • Tillögur samþykktar með handauppréttingu.
  Tillögur ungmennaráða eru samþykktar með handauppréttingu.

Fundur Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar er orðinn að árvissum viðburði og var þessi fundur sá sautjándi í röðinni. Að þessu sinni lágu sjö tillögur fyrir fundinum og sneru þær m.a. að gerð viðbragðsáætlunar vegna kynferðislegs ofbeldis og áreitnis í skóla- og frístundastarfi, endurbótum á einkunnarkerfi í grunnskólum, samspili íslenskukennslu og aðstoðar við heimanám fyrir börn og foreldra af erlendum uppruna og að því að auka atvinnutækifæri fyrir unglinga. Fulltrúar ungmennaráða í öllum hverfum borgarinnar, allt stúlkur,  báru upp tillögur sínar og færðu rök fyrir þeim. Allar fengu þær viðbrögð frá kjörnum fulltrúum og voru þær samþykktar til frekari umfjöllunar í nefndum og fagráðum borgarinnar. 

Sjá yfirlit yfir tillögur Reykjavíkurráðs til borgarstjórnar.

Fundurinn er í beinni: http://reykjavik.is/fundirborgarstjornar/borgarstjorn-i-beinni

Fulltrúar í Reykjavíkurráði ungmenna hafa jafnan í nógu að snúast. Ráðið hittist vikulega og stóð nýlega fyrir starfsdegi fyrir unglinga í öllum ungmennaráðum Reykjavíkur. Þá flytti fulltrúi ráðsins á dögunum erindi á morgunverðarfundi ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkur, ráðið á fulltrúa á samráðsvettvangi um gerð menntastefnu Reykjavíkurborgar og fulltrúiar á þess vegum sátu ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði og hliðarviðburð í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu á vegum samtakanna Women Political Leaders. Ráðið á einnig áheyrnarfulltrúa á fundum skóla- og frístundaráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og í stjórn Barnamenningarhátíðar.

Markmið með starfsemi Reykjavíkurráðs ungmenna er m.a. að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri og þjálfast í lýðræðislegum vinnubrögðum. Í starfi sínu í vetur og síðastliðin ár hefur Reykjavíkurráðið fjallað um málefni ungs fólks og tekið þátt í ýmsum verkefnum sem fulltrúar ungs fólks í Reykjavík. Reykjavíkurráð ungmenna er jafnframt samráðsvettvangur allra ungmennaráða sem starfa í borginni.