Reykjavíkurborg styður Skáksamband Íslands

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning.

Í samningnum er kveðið á um að Reykjavíkurborg muni styðja við kostnað af mótshaldi við Reykjavíkurskákmót með því að veita árlegan styrk að fjárhæð kr.3.900.000.-  á tímabilinu 2018 til 2020. Samtals nemur fjárhæðin kr. 11.700.000.-  á samningstímanum. 

Fyrsta Reykjavíkurskákmótið var haldið þann 14. janúar til 1. febrúar árið 1964 í Lídó og tóku 16 keppendur þátt í mótinu. Reykjavíkurborg hefur allar götur síðan styrkt Reykjavíkurskákmótið sem í dag er orðið eitt stærsta og virtasta alþjóðlega mót hvers árs í skákheiminum. Á þessu ári tóku 248 keppendur frá  34  löndum þátt í mótinu.