Reykjavíkurborg með lið í WOWCyclothon

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Reykjavíkurborg sendir í fyrsta sinn lið til þátttöku í WOWCyclothon.  Reykjavíkurborg er einn stærsti vinnustaður landsins en þar starfa um 9000 starfsmenn. 

Liðið er skipað 10 starfsmönnum og einum varamanni sem vinna á hinum ýmsum starfsstöðum borgarinnar og verða þeir kynntir til sögunnar á næstu dögum.  En til að byrja með er hér stutt kynningarmyndband um liðið. 

Liðið skipa:

Anna Kristín Pétursdóttir, leikskólinn Brákarborg

Björgvin Jónsson, skrifstofa velferðarsviðs

Guðmundur Benedikt Friðriksson, skrifstofa umhverfisgæða

Guðjón Örn Helgason, skrifstofa velferðarsviði

Harpa Hrund Berndsen, mannauðsdeild Ráðhúsi

Lóa Birna Birgisdóttir, mannauðsdeild Ráðhúsi

Melkorka Jónsdóttir, Gylfaflöt Dagþjónusta fyrir fatlaða

Óskar Jörgen Sandholt, skrifstofa þjónustu og reksturs

Sigurbjörg Fjölnisdóttir, skrifstofa velferðarsviðs

Ricardo Mario Villalobos, skrifstofa velferðarsviðs

Þorbjörg Una Þorgilsdóttir, leikskólanum Rauðhóll

6 konur og 5 karlmenn

Markmið liðsins er að hafa ótrúlega gaman og koma heil höldnu í mark – slysalaus og örugg alla leið. Reykjavíkurborg leggur áherslu á heilsueflingu og hvetur og styður starfsmenn til hreyfingar. En Reykjavíkurborg er stór vinnustaður og í öllum sínum fjölbreytileika og frábært tækifæri til þess að kynnast þvert á starfsstaði og starfsemi.

Reykjavíkurborg óskar þeim góðs gengis í keppninni!