Reykjavíkurborg kaupir Varmadal | Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg kaupir Varmadal

miðvikudagur, 6. maí 2015

Reykjavíkurborg hefur fest kaup á 165 ha. svæði af jörðinni Varmadal á Kjalarnesi.  Svæðið þykir henta vel fyrir atvinnustarfsemi eins og t.d. rekstur gagnavers þar sem tengivirki Landsnets er stutt frá.

  • Varmadalur er austan atvinnusvæðisins Esjumela.
    Varmadalur er austan atvinnusvæðisins Esjumela.
  • Úr kynningu borgarstjóra. Hugmynd að nýtingu lóða í Varmadal ofan Esjumela.
    Úr kynningu borgarstjóra. Hugmynd að nýtingu lóða í Varmadal ofan Esjumela.

Borgarstjóri greindi frá málinu á opnum fundi um fjárfestingu sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur um miðjan apríl. Nú hefur verið gengið frá kaupum og er vinna við deiliskipulag að hefjast. Kaupverðið er 312 milljónir króna og er seljandi Landey ehf.

Tengd frétt: Reykjavík dregur vagninn í hagvexti á Íslandi (15. apríl 2015).  

Tengt efni: Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar.