Reykjavík verður aldursvæn borg

Velferð

""

Umsókn Reykjavíkur um að verða aldursvæn borg (Age Friendly Cities)  hefur verið samþykkt  hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnun (WHO) og fékk borgin staðfestingu þess efnis í vikunni.

Meðal þess sem horft er til þegar talað er um aldursvænar borgir er húsnæðismál, samgöngur,  aðgengi, heilsugæsla, félagsleg þátttaka, upplýsingaflæði, samfélagsleg þátttaka og atvinna fyrir eldri borgara.

Með þátttöku í verkefninu aldursvænar borgir myndi Reykjavík verða betri borg fyrir alla íbúa og aldurshópa.  Af hálfu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er lögð áhersla á víðtækt samstarf og þátttöku eldri borgara í uppbyggingu verkefnisins.

Reykjavík vill vera aldursvæn borg sem tekur mið af þörfum eldri borgara.  Ætlunin er að hrinda í framkvæmd ýmsum aðgerðum sem miða að því að gera Reykjavíkurborg aðgengilega, aðlaðandi og hentuga fyrir eldri íbúa. Sérstaklega var horft til þessara þátta við gerð stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2017.

Samþykki umsóknarinnar markar því upphafið að því takmarki að Reykjavík uppfylli þau skilyrði sem Alþjóða heilbrigðimálasstofnunin setur aldursvænum borgum.

Ítarefni;

Allt um Reykjavík aldursvæna borg

Stefna í málefnum eldri borgara til ársins 2017.

Aðgerðaráætlun með stefnu eldri borgara til ársins 2017.