Reykjavík komin í jólabúning

Mannlíf Framkvæmdir

""

Starfsmenn hverfastöðva Reykjavíkurborgar hafa síðastliðinn mánuð unnið hörðum höndum við að koma borginni í jólabúning.

Undirbúningur fyrir jólaskreytingarnar í borginni hófst í september en þá er byrjað að yfirfara skreytingarnar og undirbúa uppsetningu.  Uppsetning hófst um miðjan október og lauk í síðustu viku og búið er að kveikja á ljósunum. Jólaskreytingar eru að með hefðbundni sniði í ár. 

Búið er að setja upp jólaskreytingar í um 280 ljósastaurum og til þess eru notaðir um 10 kílómetrar af jólaseríum, einnig eru settar upp 19 upplýstar jólaklukkur auk annars skrauts í miðbænum.  Sett eru upp hátt í 30 ljósum prýdd jólatré í borginni.  Öll jólatrén eru felld í borgarlandinu.  Kveikt er á skrautinu á um 300 mismunandi stöðum í borginni og í ár bætast við hluti af Skeifunni, nýja Tryggvagatan og nýja Hverfisgatan.  Meðal nýjunga í ár er að verslunarkjörnum eru boðin jólatré sem þeir geta fengið til að skreyta hjá sér.