Réttó og Rimaskóli áfram í Skrekk

Skóli og frístund

""

Níu grunnskólar kepptu til úrslita á öðru undankvöldi Skrekks í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi og fóru leikar svo að Réttarholtsskóli og Rimaskóli fóru með sigur af hólmi. 

Skólarnir níu sem kepptu til úrslita voru Hólabrekkuskóli, Klettaskóli, Háteigsskóli, Ingunnarskóli, Rimaskóli, Laugalækjarskóli, Tjarnarskóli, Réttarholtsskóli og Ölduselsskóli. Aldrei áður hefur Klettaskóli tekið þátt í þessari hæfileikakeppni og var það sérstakt fagnaðarefni. 

Eins og áður segir komust Réttarholtsskóli og Rimaskóli áfram á úrslitakvöld sem fer fram mánudaginn 13. nóvember. 234 ungmenni úr Reykjavík stigu á stokk í gærkvöld og sýndu mikla hæfileika í sviðslistum atriðum sem þeir hafa samið sjálf.

Alls taka 26 unglingaskólar þátt í Skrekk á þessu ári og eru það fleiri skólar en nokkru sinni áður. Síðasta undanúrslitakvöldið fer fram miðvikudaginn 8. nóvember.