Rafrænar umsóknir um starfsleyfi, tóbakssölu og hundahald

Heilbrigðiseftirlit

""

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ákveðið að tímabundið verði ekki tekið tekið á móti umsóknum um starfsleyfi, tóbakssöluleyfi og leyfi til hundahalds á pappírsformi. Þetta er gert til að létta á þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14. Hægt er að sækja um rafrænt í staðinn.

Sótt er um starfsleyfi hér.

Sótt er um tóbakssöluleyfi hér.

Sótt er um leyfi til hundahalds hér.

Áður höfðu borgarbúar verið hvattir til að nota rafrænar leiðir sem mest í samskiptum við borgina. Markmið borgarinnar að veita sem besta þjónustu á þessum krefjandi tímum. Fólk er hvatt til að kynna sér vel þær tímabundnu breytingar sem gerðar hafa verið á þjónustu borgarinnar.