Rafmagnaður eldhugi

Mannlíf

""

"Ég kaupi notuð eða biluð raftæki, geri þau upp og sendi til Afríku, aðallega heim til Nígeríu. Það hjálpar mjög mörgum. Ég vil samt ekki vinna við þetta í fullu starfi, ég geri þetta bara af því mér finnst það gaman. Vanalega kaupi ég lítið magn raftækja í einu beint frá fyrirtækjum á sanngjörnu verði. Ég kaupi líka vörur á Facebook og bland.is. Svo færir samstarfsfólk mitt mér stundum hluti. Stundum fæ ég skó og föt sem ég sendi börnum sem ég vil aðstoða, til dæmis við að sækja skóla og eiga gott líf.
 

Það sem dró mig upprunalega til Íslands var skreið. Fólk frá austurhluta Nígeríu hefur keypt skreið frá Íslandi frá því í borgarastríðinu 1967-70 og því þekkir meginþorri fólks þar íslenskan fisk.

Ég byrjaði á að starfa við þrif á Droplaugarstöðum en nú vinn ég við umönnun þar. Ég hitti fullt af fólki í vinnunni. Fyrir mér er það mikilvægasti hluti starfsins og mér þykir afar vænt um það.

Það var mjög krefjandi að flytja til Íslands frá Austur-Nígeríu, þar sem bæði hitastigið og menningin eru afar ólík. Það að flytja hingað hefur haft mikil og mótandi áhrif mig og stækkað sýn mína á heiminn."

Camilius O. Ukwubuaku er sérfræðingur í að gera upp raftæki, eldhugi sem styður við fólk á öllum aldri í heimalandi sínu og starfsmaður við umönnun á Droplaugarstöðum.

English below

"I buy broken electronics, fix them and send them in a van to Africa, especially Nigeria, my home country. It helps a lot of people there. I don‘t want to be a full-time business man, I just do it for the fun. I usually buy small amounts at a time, directly from companies, and they set a fair price for it as well. I also buy products on Facebook and Bland.is, but my coworkers also bring me goods sometimes. Sometimes I get shoes and clothing to send to kids that I want to help go to school and have a good life.

What originally brought me to Iceland was fish – stockfish. People from the eastern part of Nigeria have been buying fish from Iceland since the war in 1967-70, so the majority of people in Nigeria know Icelandic fish.

I started doing cleaning at Droplaugarstaðir but now I work in care. I meet a lot of people, it‘s the most important part of my job and I love it.
Moving to Iceland from Eastern Nigeria, where both the temperature and culture are very different, was very difficult but it has really broadened and shaped my worldview."

Camilus O. Ukwubuaku is an expert in repairing electronic appliances, an enthusiast who supports people of all ages in his home country, Nigeria, and works in care at Droplaugarstaðir.

#Fólkiðokkar #Fólkiðíborginni