Ráðgjafaþjónusta fyrir innflytjendur flytur í Ráðhúsið

Mannréttindi

""

Fjórir ráðgjafar veita innflytjendum ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu borgarinnar á vegum mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Ráðgjöfin er til innflytjenda og einnig til starfsmanna borgarinnar, sem starfa með innflytjendum. Ráðgjafarnir, sem áður voru til húsa í Höfðatorgi eru nú fluttir í Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11.

Ráðgjafarnir  tala ensku, pólsku, filippseysku, litháísku og rússnesku. Boðið er upp á þjónustu túlks ef fyrirspyrjandi talar önnur tungumál. Ráðgjöfin er ókeypis og starfsmenn eru bundnir trúnaði.
 

Hægt er að hafa samband við ráðgjafana:

Enska 411 4155 Barbara.Jean.Kristvinsson@reykjavik.is 

Pólska 411 1140 Joanna.Marcinkowska@reykjavik.is

Filippseyska 411 4155 kriselle.cagatin@reykjavik.is

Litháíska & rússneska 411 4163 Nadia.Borisdottir@reykjavik.is

Einnig er hægt að senda póst á immigrants@reykjavik.is.