Pólska - „piece of cake“ í Café Lingua

Mannlíf Mannréttindi

""

Café Lingua hefst að nýju mánudaginn 3. febrúar. Café Lingua hefur nú hafið samstarf við ýmsar stofnanir og verður boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá fram á vorið. Café Lingua mun því ekki einungis vera í Borgarbókasafni heldur verður því brugðið upp á fleiri stöðum í borginni, s.s. í Bíó Paradís, Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Norræna húsinu og í Háskóla Íslands. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Pólska – „piece of cake“!

Mánudaginn 3. febrúar kl. 17.30 býður Projekt: Polska, félag Pólverja á Íslandi, upp á örnámskeið í pólsku fyrir byrjendur í aðalsafni, Tryggvagötu 15. Yfirskrift námskeiðisins er Pólska – „piece of cake“! og verður þar kennt hvernig hægt er að læra pólsku án áreynslu. Hvernig ber maður til dæmis fram "szczęście" og hvað þýðir þetta skondna orð? Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að fá innsýn í pólska tungu og menningu. Kaffi og te á könnunni og allir velkomnir.