Pasi Sahlberg fundar með borgarstjórn um nýja menntastefnu

Skóli og frístund Stjórnsýsla

""

Finnski menntafræðingurinn Pasi Sahlberg fundaði í dag með borgarstjórn um nýja menntastefnu sem er í mótun, en hann hefur verið ráðgjafi við faglegar áherslur í stefnumótuninni. 

Ný menntastefna Reykjavíkurborgar fram til ársins 2030 er nú í umsagnarferli hjá stofnunum skóla- og frístundasviðs, en vinna við mótun hennar hófst snemma árs 2017. Víðtækt samráð var haft við alla hagsmunaaðila í skólasamfélaginu og borgarbúa við mótun stefnunni sem nú er á lokastigi. Þá komu innlendir sem erlendir sérfræðingar að stefnumótuninni með ýmsu móti. 

Pasi Sahlberg hefur áður fundað með skólastjórnendum og stjórnendum frístundamiðstöðva í borginni um áherslur í nýrri menntastefnu og lagt áherslu á að nýta styrklega í reykvísku skólasamfélagi, s.s. traust samstarf skóla og frístundamiðstöðva og áherslu á útinám og umhverfisfræðslu. 

Í dag átti hann svo fund með stjórnendum á skóla- og frístundasviði um þau drög að stefnuplaggi sem nú liggja fyrir og er í umsagnarferli hjá stofnunum skóla- og frístundasviðs. Þvínæst fór hann á fund borgarstjórar þar sem stefnudrögin voru kynnt fyrir kjörnum fullrúum og áherslur hennar ræddar. 

Meira um menntastefnuna.