Óskað eftir kynningum frá félagasamtökum á loftslagsfund

Umhverfi

""

Félagasamtökum sem tengjast loftslagsmálum er boðið að vera með kynningar endurgjaldslaust á loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar. 

Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar verður haldinn 29. nóvember n.k. Á fundinum er í boði fyrir fyrirtæki að vera með örfyrirlestra eða kynningu á nýjungum í loftslagsmálum gegn gjaldi. Reykjavíkurborg hefur nú ákveðið að styðja við félagasamtök, nýsköpunar- og menntastarf með því að bjóða þeim kynningarpláss endurgjaldslaust.

Óskað er eftir að umsóknir um kynningar berist fyrir 25. nóvember á netfangið usk@reykjavik.is merkt “Loftslagsfundur2018” þar sem fram kemur nafn á félagasamtökum, netfang tengiliðar og lýsing á því verkefni sem verður kynnt. Kynningarefnið sjálft er á ábyrgð og kostnað þátttakenda.

Takmarkað pláss er í boði svo val á þátttakendum fer eftir hversu vel verkefnið tengist loftslagsmálum.