Óskað eftir hugmyndum frá íbúum

Atvinnumál Betri hverfi

""

Hverfið mitt. Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna er hafin á hverfidmitt.is og geta íbúar bæði sett inn eigin hugmyndir og skoðað hugmyndir annarra næstu þrjár vikurnar, en hugmyndasöfnun lýkur 24. mars.

Þetta er í sjötta sinn sem Reykjavíkurborg efnir til hugmyndasöfnunar af þessu tagi og er framkvæmdafé 450 milljónir króna, sem er sama upphæð og var í fyrra. Hugmyndir sem settar eru inn núna og hljóta kosningu í haust koma til framkvæmda á næsta ári. 

Markmiðið er að hugmyndirnar:

  • nýtist hverfinu í heild.
  • kosti ekki meira en er í framkvæmdapotti hverfisins.
  • krefjist ekki mjög flókins undirbúnings og framkvæmdar.
  • falli að skipulagi borgarinnar og stefnu, sé í verkahring borgarinnar og á borgarlandi.

Hugmyndir geta til dæmis varðað:

  • umhverfi og möguleika til útivistar og samveru, s.s. bekkir, gróður, útilistaverk, fegrun.
  • aðstöðu til leikja eða afþreyingar, s.s. að bæta leiksvæði og endurnýja leiktæki.
  • betri aðstöðu til göngu, hjólreiða og notkun almenningssamganga, s.s. stígatengingar, lýsingu, lagfæringu gönguleiða.

Þátttaka og nánari upplýsingar