Öryggi gangandi og hjólandi bætt á Skólavörðustíg

Samgöngur Umhverfi

""

Betri afmörkun á göngugötuhluta Skólavörðustígs við Bergstaðastræti mun bæta aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda við gatnamótin.

Gerðar verða breytingar á yfirborði götunnar. Núverandi grásteinskantur á gatnamótum verður tekinn upp að hluta og lagður aftur þvert yfir Skólavörðustíg meðfram gatnamótum Bergstaðastrætis. Götugögn eins og  blómaker, bekkir og hjólastæði verða notuð til að gefa tóninn fyrir notkun svæðisins.

Aðgengi gangandi og hjólandi verður tryggt á framkvæmdatíma en rekstraraðilar eru beðnir að láta sína birgja vita um breyttar aðkomuleiðir vöruafhendingar á framkvæmdatíma. Framkvæmdir hefjast næstu daga og lýkur í október.  

Nánari upplýsingar: