Orkusalan bakhjarl Vetrarhátíðar 2018 | Reykjavíkurborg

Orkusalan bakhjarl Vetrarhátíðar 2018

föstudagur, 19. janúar 2018

Í vetrarblíðunni á Reykjavíkurtjörn í dag  undirrituðu Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar og Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála samstarfssamning  um að Orkusalan verði bakhjarl Vetrarhátíðar 2018 með tveggja milljón króna framlagi.

  • Orkusalan bakhjarl Vetrarhátíðar 2018
    Að lokinni undirritun var samningurinn handsalaður í blíðviðrinu á Tjörninni. F.v. Guðmundur Birgir Halldórsson viðburðastjóri, Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar, Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála, Björg Jónsdóttir viðburðastjóri

 Tilgangur Vetrarhátíðar er að lífga upp á borgarlífið á dimmustu vetrarmánuðunum með því að tengja saman ólíka menningarlega þætti sem allir tengjast þema hátíðarinnar, ljósi og myrkri  og Orku­salan leggur ríka áherslu á samfé­lags­lega ábyrgð í öllu sínu starfi og vill með því hafa jákvæð áhrif á allt umhverfi sitt og samfé­lagið í heild. Vetrarhátíð verður haldin 1. - 4. febrúar 2018. Það stefnir í glæsilega hátíð og mun fjöldi listamanna, safna og sundlauga taka þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Vetrarhátíð er haldin á höfuðborgarsvæðinu og taka öll sex bæjarfélögin þátt. Sundlauganótt og Safnanótt eru meginstoðir hátíðarinnar ásamt ljóslistaverkum sem lýsa upp skammdegið.