Opnunartími lengist hjá ferðaþjónustu fatlaðs fólks | Reykjavíkurborg

Opnunartími lengist hjá ferðaþjónustu fatlaðs fólks

miðvikudagur, 10. janúar 2018

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem standa að sameiginlegri ferðaþjónustu fatlaðs fólks, hafa samþykkt að lengja opnunartíma ferðaþjónustu fatlaðs fólks til samræmis við lengingu á akstri Strætó.

  • Ferðaþjónusta fatlaðs fólks.
    Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt að lengja opnunartíma ferðaþjónustu fatlaðs fólks til samræmis við lengingu á akstri Strætó.

Þetta þýðir að þjónustan er veitt lengur á kvöldin eða til eitt á nóttunni alla daga vikunnar í stað miðnættis áður. Þjónustan hefst á sama tíma og áður.

Tími sem akstur er veittur
• Virka daga frá kl. 6:30 til kl. 01:00
• Laugardaga frá kl. 7:30 til kl. 01:00
• Sunnudaga frá kl. 9:30 til kl. 01:00

Athuga að akstur á stórhátíðardögum er eins og á sunnudögum að undanskildum aðfanga- og gamlársdegi en þá daga er akstursþjónusta til fimm síðdegis.

Meira um ferðaþjónustu fatlaðs fólks