Opnun sýningar á tillögum hverfisskipulagsins

Hverfisskipulag Skipulagsmál

""

Hverfisskipulag Reykjavíkur er nýtt skipulag sem tekur mið af óskum íbúa og er ætlað að gera hverfin sjálfbærari, vistvænni og meira heilsueflandi. Sýning verður opnuð 3. febrúar í Borgarbókasafninu í Árbæ kl. 14. Allir velkomnir!

Hverfisskipulagstillögur fyrir Ártúnsholt, Árbæ og Selás verða til kynningar frá 3. febrúar til 17. mars í Borgarbókasafni Árbæjar. Þar er hægt að skoða tillögurnar og leggja inn athugasemdir.

Sýningin  3. febrúar hefst með athöfn kl. 14. Dagskrá opnunarinnar: Ávarp, kynning á tillögum, umræður og kaffiveitingar. Sýningin stendur til 17. mars. Allir velkomnir!

Borgarbókasafn Árbæjar er almennt opið : Mán-fim kl. 10.00 - 19.00. Fös kl. 11.00 - 19.00. Sun kl. 12.00 - 16.00

Starfsmenn Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur verða á staðnum til að svara spurningum og aðstoða íbúa á eftirfarandi tímum :

  • Miðvikudaga kl 15.00 - 17.00
  • Föstudaga kl 15.30 - 18.30

Tenglar

Kynning á hverfisskipulag.is

Viðburður á facebook

Frétt um samþykkt hverfisskipulags