Opinn fundur um menntastefnu og framtíðarskólann | Reykjavíkurborg

Opinn fundur um menntastefnu og framtíðarskólann

mánudagur, 3. desember 2018

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar heldur opinn fund Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag fimmtudaginn 6. desember kl. 15-17.  Öll sem hafa áhuga á að kynna sér og ræða menntastefnu Reykjavíkur og framtíðarskólann eru velkomin.

 • Grunnskólanemendur unnu að nýrri menntastefnu.
  Grunnskólanemendur unnu að nýrri menntastefnu.
 • Grunnskólakennarar unnu að nýrri menntastefnu.
  Grunnskólakennarar unnu að nýrri menntastefnu.
 • Leikskólabörn unnu að nýrri menntastefnu.
  Leikskólabörn unnu að nýrri menntastefnu.
 • Foreldrar unnu að nýrri menntastefnu.
  Foreldrar unnu að nýrri menntastefnu.
 • Borgarstjóri með finnska menntafræðingnum Pasi Sahlberg, sem var með í mótun nýrrar menntastefnu.
  Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, með finnska menntafræðingnum Pasi Sahlberg, sem var með í mótun nýrrar menntastefnu.

Borgarstjórn hefur samþykkt Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Tilgangur stefnunnar er að ná víðtækri samstöðu um framtíðaráherslur í skóla- og frístundastarfi í borginni og forgangsraða mikilvægustu umbótaverkefnum. Markmið stefnunnar er að valdefla börn og ungmenni með því að styrkja grundvallar hæfniþætti sem skólasamfélagið í borginni hefur sett í forgang. En hverjar eru framtíðaráherslur í menntun barna og helstu forgangsverkefni? 

Dagskrá opins fundar skóla- og frístundaráðs

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar fundinn en þvínæst flytur Skúli Helgason formaður skóla- og frístundaráðs ávarp um framtíðaráherslur og forgangsverkefni í nýrri menntastefnu.

Sjónarhorn foreldra og nemenda á menntastefnuna

 • Þórunn Steindórsdóttir, SAMFOK - Fulltrúi foreldra fjallar um þeirra sjónarhorn

 • Freyja Dögg Skjaldberg og Embla Nótt Pétursdóttir - Fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna fjalla um sjónarhorn nemenda

Framtíðarskólinn

Með nýrri menntastefnu til 2030 skapast möguleikar í skóla- og frístundastarfi, sem gætu haft áhrif á skólagerðir og áform um byggingar skóla í nýjum hverfum.  Fer vel á því að hafa saman í einum skóla leikskóla, yngsta stig grunnskóla og frístundaheimili sem veita börnum heilsdags, heilsárs þjónustu?  Er hægt að koma betur til móts við fjölbreyttar  menntunar- og félagsþarfir 10-15 ára barna með því að hafa þennan aldurshóp í sérstöku skólahúsnæði?

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, ávarpar fundinn með ofangreindar spurningar í huga.

Þáttakendur í pallborði og umræðum í lok fundar

 • Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs
 • Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúi í skóla- og frístundaráði
 • Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands
 • Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla
 • Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla í Mosfellsbæ