Opinn fundur um friðlýsingu Akureyjar | Reykjavíkurborg

Opinn fundur um friðlýsingu Akureyjar

mánudagur, 26. nóvember 2018

Til stendur að friðlýsa Akurey í Kollafirði. Reykjavíkurborg og Umhverfisstofnun auglýsa hér með kynningarfund 4. desember.

  • Auglýsing um kynningarfund.
    Auglýsing um kynningarfund.

Vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar Akureyjar í Kollafirði verður boðað til opins kynningarfundar á vegum Reykjavíkurborgar og Umhverfisstofnunar.

Fundurinn verður haldinn kl 17. þann 4. desember næstkomandi í húsnæði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 14, nánar tiltekið í fundarsalnum Vindheimum á 7. hæð.

Á fundinum verður tillaga að friðlýsingu Akureyjar og drög að friðlýsingarskilmálum kynnt fyrir fundargestum.

Allir velkomnir.

Sjá nánar um friðlýsingaráformin hér.