Opinn fundur - Hver er staða eldri innflytjenda? | Reykjavíkurborg

Opinn fundur - Hver er staða eldri innflytjenda?

mánudagur, 9. apríl 2018

Opinn fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar verður haldinn á morgun þriðjudaginn 10. apríl 2018, kl. 09.00 - 11.00 í Tjarnasal Ráðhúss Reykjavíkur. Streymt verður frá fundinum.

  • Við Skólavörðustíg
    Við Skólavörðustíg

 

Umfjöllunarefni fundarins er Eldri innflytjendur - Hver er staða þeirra? 

Dagskrá:

09.00              Setning

Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar

09.10              Hver er staða eldri innflytjenda?

Barbara Jean Kristvinsson, sérfræðingur í málefnum innflytjenda  

09.25              Að eldast í nýju landi - Að hverju þarf að huga í þjónustu við eldri innflytjendur og flóttafólk?

Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar

09.40             Kaffihlé

09.50             Hver er mannauðurinn sem við verðum að sinna og hafa í okkar liði?

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður landsambands eldri borgara og fulltrúi öldungaráðs Reykjavíkurborgar

10.05             Reynsla innflytjanda, Igbale Cena

Erindið mun fara fram á serbnesku og túlkað yfir á íslensku

10.20              Reynsla innflytjanda, Andrzej Stodulski

Erindið mun fara fram á pólsku og túlkað yfir á íslensku

10.35               Fulltrúar í pallborði sitja fyrir svörum

Fundarstjóri er Guðrún Árnadóttir, ritari Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Fundurinn fer fram á íslensku