Opinn fundur á alþjóðlegum degi mannréttinda

Mannlíf Mannréttindi

""

Í dag eru 70 ár frá því að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var undirrituð. Mannréttindayfirlýsingin er mikilvægt tæki í baráttunni fyrir mannréttindum og er undistaða helstu alþjóðasamninga um mannréttindi. Í tilefni þessa verður haldinn opinn fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag mánudaginn 10. desember á alþjóðlegum degi mannréttinda. 
Í Iðnó Vonarstræti 3, 101 Reykjavík kl. 11.30 - 13.00.

Streymi frá fundi:

Dagskrá

11.30 Setning fundar. 
Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar

11.40 Hvers þarfnast barn á flótta?
Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi

12.00 Mannréttindi eða kvenréttindi? 
Eva Huld Ívarsdóttir, meistaranemi í lögfræði

12.20 Við getum öll gert eitthvað!
Auður jónsdóttir, rithöfundur

12.40 Umræður og fyrirspurnir

Öll velkomin meðan húsrúm leyfir 

Súpa og brauð í boði

Fundarstjóri: Gunnlaugur Bragi Björnsson