Opið samráð þriðjudagskvöld um göngugötur

Samgöngur Umhverfi

""

Íbúum á öllum aldri er boðið að koma með sín sjónarmið varðandi göngugötur í Ráðhúsinu þriðjudaginn 29. janúar frá klukkan 18.30 – 20.00. 

Reykjavíkurborg býður nú upp á íbúasamráð þar sem fjallað er um varanlegar göngugötur. Laugavegur er eitt mikilvægasta samkomusvæði í Reykjavík og jafnframt eitt mest notaða göturými borgarinnar dag og nótt. Íbúasamráðið fer fram í sal í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 28. janúar til 3. febrúar milli klukkan 12:00 – 17.30.

Á mánudagskvöld var fundur með veitingafólki, verslunarrekendum, ferðaþjónustu- og vöruflutningaaðilum sem komu með sjónarmið sín varðandi göngugötur og á næstu dögum verða einnig hádegisfyrirlestrar sem benda má á:

  • Fimmtudagur 31. jan — 12:30-13. – Eva Þrastardóttir, borgarhönnuður. Hugleiðingar um göngugötur.
  • Föstudagur 1.feb – 12:30-13. Dr. Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur. Göngugötur í Kvosinni - algjört dauðafæri! 

Þriðjudaginn 29. janúar frá klukkan 18.30 – 20.00: Íbúar á öllum aldri, fasteignaeigendur og fólki með skerta hreyfigetu boðið að koma með sín sjónarmið varðandi göngugötur.

Tengill 

Viðburður á Facebook

Samráð um göngugötur: Vertu með!