Opið hús í Hörpu á Menningarnótt

Velferð Umhverfi

""

Menningarnótt er án vafa hápunktur menningarársins í Hörpu. Gestir hátíðarinnar fá þá tækifæri til að sjá brot úr dagskránni framundan og hleypa í húsið nýjum og ferskum andblæ!

Harpa er að hefja sitt áttunda starfsár en húsið var vígt á Menningarnótt árið 2011. Í ár verður boðið upp á ákaflega fjölbreytta dagskrá. Gestir geta valið milli tveggja tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, en þeir fyrri eru sérstaklega aðgengilegir börnum. Í Norðurljósum má hlýða á þjóðlega og klassíska dagskrá á meðan kórar og ballerínur prýða Hörpuhornið. Múlinn Jazzklúbbur mun spinna á toppi himnastigans og blúsað verður í Kaldalóni. Heilmikið verður í boði fyrir börnin; Dúó Stemma, Leikhópurinn Lotta og gjafir frá Maxímús Músíkús. Í lok dags kennir Háskóladansinn nokkur góð spor. Mættu í húsið þitt á laugardag og baðaðu þig í menningu!

 

Reykjavík Pride skórinn hans Páls Óskars verður á Hörputorgi og gefst áhugasömum kostur á að máta.

-------------

Dagskráin í heild:

Eldborg 2. hæð

15:00   Sinfóníuhljómsveit Íslands – Fjölskyldutónleikar
Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgast miða frá kl. 11:00 á tónleikadegi í miðasölu Hörpu.

17:00   Sinfóníutónleikar á Menningarnótt
Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgast miða frá kl. 11:00 á tónleikadegi í miðasölu Hörpu.

 Norðurljós 2. hæð

14:15   Högni flytur ný verk fyrir víólu og píanó
14:45   Umbra Ensemble 
15:30   Voces Thules
16:15   Reykjavík Classics
17:00   Óperuakademía unga fólksins

Kaldalón 1. hæð

13:30   Dúó Stemma leikur barnaprógram 
14:40   Blúshátíð í Reykjavík
16:30   Færeysk tónlistaratriði:
16:30    Heiðrik
17:00    Xperiment
17:30    Lena Anderssen

Hörpuhorn 2.hæð

14:00   Sönghópurinn Spectrum
14:30   Hnotubrjóturinn; ballerínur frá Klassíska listdansskólanum dansa
             Bjartey Elín Hauksdóttir og Alma Kristín Ólafsdóttir
15:15    Vinir Jónsa syngja
16:00    Hnotubrjóturinn; ballerínur frá Klassíska listdansskólanum dansa
             Bjartey Elín Hauksdóttir og Alma Kristín Ólafsdóttir
17:15    Daníel Sigurðsson: Strengjakvintett frumfluttur

Smurstöðin 1.hæð

17:45   Baldur Dýrfjörð spilar á töfrafiðlu

Flói 1.hæð

13:00   Nemendatónleikar – Tónlistarhátíð unga fólksins
14:15   Strengjasveit Tónlistarhátíðar unga fólksins

Norðurbryggja 1.hæð

15:45   Elín Sif leikur eigin lög

Opin rými

14:40-16:00 Maxímús Músíkús og vinkona hans Petítla Pírúetta heilsa börnunum

Kolabrautin 4. hæð

13:30   Mókrókar 
14:40   Múlakvintettinn
15:45   Múlakvintettinn
16:30   Múlakvintettinn

Hörputorg

13-17:00           Skórinn hans Páls Óskars opinn almenningi
13-17:00           Cadillac klúbburinn sýnir bíla
14:15                Leikhópurinn Lotta – Söngvasyrpa
16:15                Leikhópurinn Lotta – Söngvasyrpa
17:00                Háskóladansinn sýnir og kennir dansa

K2 Kjallari

10:00-18:00      Opið verður í Iceland in a Box: A Visual Tour

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Edda Austmann markaðsstjóri

edda@harpa.is s. 846-3846