Opið fyrir umsóknir um styrki úr Miðborgarsjóði 2020

Menning og listir Mannlíf

""

Miðborgarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna eða viðburða sem eiga að fara fram í miðborginni á tímabilinu nóvember 2020 til apríl 2021.

Fólk er hvatt til að sækja um hvort sem um er að ræða hagsmuna- eða grasrótarsamtök, fyrirtæki eða einstaklingar. Hægt er að sækja um styrki úr Miðborgarborgarsjóði til og með 18. október næstkomandi.

Miðborgarsjóður 2020

Markmið Miðborgarsjóðs er að efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga sem hvetur til fjölbreytni, frumkvæðis, nýsköpunar og rannsókna í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum miðborgar.

Miðborgarsjóður mun styrkja verkefni, viðburði og aðrar uppákomur sem glæða miðborgina lífi, varpa ljósi á fjölbreytileika hennar og hvetur borgarbúa og aðra gesti hennar til að upplifa miðborgina og njóta alls þess sem hún hefur uppá að bjóða.

Í ár 2020 verður lögð áhersla á verslun og þjónustu, tónlist og aðra menningartengda viðburði og verkefni ásamt markaðssetningu miðborgarinnar. Einnig verður horft til rannsóknar-, nýsköpunar-, og þróunarverkefna sem efla miðborgina. Verkefni og viðburðir verða að uppfylla skilyrði heilbrigðisyfirvalda um samkomutakmarkanir sem í gildi eru hverju sinni.

Framkvæmdir tengdar húsnæði, innan- eða utanhúss, verða ekki styrktar, né markaðssetning einstaka reksturs.

Umsóknarfrestur er til og með 18. október á vef Reykjavíkurborgar: https://reykjavik.is/midborgarsjodur

Heildarfjárhæð styrkja fyrir árið 2020 er kr. 20.000.000. 

Allar nánari upplýsingar og rafrænt umsóknarferli er að finna á heimasíðu sjóðsins

www.reykjavik.is/midborgarsjodur