Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða

Umhverfi Mannlíf

""

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um matjurtagarða fyrir íbúa í Reykjavík.

Breytingar sem gerðar voru á matjurtagörðunum við Logafold í fyrra mæltust  einstaklega vel fyrir, svo vel reyndar að biðlisti eftir skika í Logafold myndaðist í fyrsta sinn. Ræktunarkassar voru settir upp til að auðvelda notendum að láta græna fingur njóta sín án þess að bogra niður við jörð. Flestir eru kassarnir eru  40 sm háir, en hluti þeirra eru 70 sm  og henta þeir þeim sem hafa skerta hreyfigetu. Hver kassi er 8 fermetrar. Á öðrum stöðum í borginni eru beð.

Matjurtagarðar sem borgin leigir út eru víða um borgina.  Mögulegt er á vefnum að sjá lausa skika á eftirtöldum stöðum:

Reykjavíkurborg útdeilir einnig garðlöndum  í Skammadal í Mosfellsbæ, en þar eins og með fjölskyldugarðana njóta forgangs þeir sem leigðu garð í fyrra.

Leiga er óbreytt frá fyrra ári 

Reykjavíkurborg hlutast til um úthlutun á 553 görðum sem verða afhentir leigjendum 1. maí eða fyrr ef veður leyfir.  Leiga fyrir garða er óbreytt frá fyrra ári.  Leiga fyrir garðland í Skammadal er 5.000 kr. og skiki í fjölskyldugörðunum kostar 4.800 kr. Garðarnir í Logafold verða á kr. 3.400 kr. kassinn (8 fermetrar).

Garðar í Breiðholti við Jaðarsel eru í reksti hjá félaginu Seljagarður og getur fólk sótt um garð í gegn um Seljagardur.is. Þá sér Garðyrkjufélag Íslands um rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi skv. samningi við Reykjavíkurborg.  

Skoða má lausa skika á vef borgarinnar reykjavik.is/matjurtagardar og sótt er um með tölvupósti á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is