Opið fyrir tilnefningar fyrir fyrirmyndar grunnskólastarf

Skóli og frístund

Krakkar að leik við Tjörnina.

Auglýst er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs vegna grunnskólastarfs 2022.  

Allir geta tilnefnt og hvatt til góðra verka

Allir geta tilnefnt til hvatningarverðlauna; foreldrar, ömmur og afar, starfsfólk SFS, aðrir borgarstarfsmenn, leikskólar, grunnskólar, frístundamiðstöðvar, aðrar stofnanir og samtök. Við val á verðlaunahöfum verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka. Alls verða þrjú grunnskólaverkefni verðlaunuð og eru þau formi viðurkenningarskjals og verðlaunagrips.

Hvatningarverðlaun skóla—og frístundaráðs vegna grunnskólastarfs verða afhent á Öskudagsráðstefnunni 22. febrúar 2023.

Vekjum athygli á að frestur til að tilnefna er til 31. janúar 2023. Smellið hér til að senda inn tilnefningar.