Olíumengun í Grafarlæk

Heilbrigðiseftirlit

""

Enn er olíumengun í Grafarlæk í Grafarvogi og eru starfsmenn Heilbrigðiseftilits Reykjavíkur og Veitna ohf. að störfum í Grafarvogi.

Starfsmenn hafa leitað uppsprettu mengunarinnar, farið í brunna og reynt að reka lekann. Það háir leitinni að svæðið er stórt og mörg fyrirtæki á umræddu svæði þar sem hugsanlega gæti lekið olía.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur fyrirtæki til að fara yfir niðurföll og athuga hvort ekki sé í lagi með olíuskiljur.

Veitur ohf. og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur halda áfram að fylgjast með Grafarlæk og leita uppstprettunnar. Nánar um málið þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.