Nýtt upplýsingastjórnunarkerfi innleitt

Stjórnsýsla

""

Unnið er að innleiðingu nýs upplýsingastjórnunarkerfis Reykjavíkurborgar sem fengið hefur nafnið Hlaðan.

Innleiðing Hlöðunnar – nýs upplýsingastjórnunarkerfis Reykjavíkurborgar - er eitt mikilvægasta umbreytingarverkefni borgarinnar þessi misserin. Hlaðan mun breyta daglegu vinnulagi starfsmanna til framtíðar. Í kerfinu verða öll skjöl vistuð auk þess sem kerfið býður upp á ýmsa möguleika til öflugrar verkefnastjórnunar.

Í nýliðinni viku var Hlaðan gangsett hjá miðlægum skrifstofum þjónustu- og nýsköpunarsviðs og fjármála- og áhættustýringarsviðs.

Að sumarfríum loknum verður hún svo gangsett hjá mannauðs- og starfsumhverfissviði, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, skrifstofu borgarstjórnar, skrifstofu borgarlögmanns og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.

Í lok árs er ráðgert að allar miðlægar skrifstofur borgarinnar hafi tekið Hlöðuna í notkun.

Starfsmenn grípa nú tækifærið og njóta þess að læra nýja færni og breyta vinnubrögðum til hins betra í tengslum við skjalavistun og upplýsingastjórnun.