Nýtt safnstæði í Rauðarárstíg og lokun Tryggvagötustæðis

Samgöngur

""

Nýtt safnastæði hefur verið tekið í notkun á Rauðarárstíg. Tímabundið þarf að loka safnastæði níu við Snorrabraut vegna framkvæmda og safnstæði fjögur við Tryggvagötu verður lokað áfram vegna steinbryggju.

Rauðarárstígur – Nýtt safnstæði

Nýtt safnstæði á Rauðarárstíg hefur nú verið tekið í notkun og bætt inn á busstop.is. Safnstæðið er nr. 13.

Snorrabraut – Tímabundin lokun safnstæðis nr. 9

Safnstæði nr. 9 við Snorrabraut verður lokað frá 1. október til 1. desember vegna framkvæmda og lagnavinnu í tengslum við endurgerð húsa. Gönguleið verður áfram opin.

Tryggvagata – Safnstæði nr. 4 lokað áfram

Til stóð að opna stæði nr. 4 á nýjan leik í byrjun október samhliða opnun á endurgerðu Pósthússtræti milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Í ljósi þess að ákveðið hefur verið að steinbryggja, sem liggur undir Pósthússtræti, verði gerð aðgengileg og sýnileg er ljóst að svo verður ekki. Endurskoða þarf umferðarskipulag í Kvosinni til að svo megi vera, umferð verður ekki hleypt um þennan hluta Pósthússtrætis. Hugmyndavinna um með hvaða hætti steinbryggja verður gerð aðgengileg og sýnileg er í gangi sem og endurskoðun á rútuumferð á þessu svæði. 

Sjá nánari upplýsingar um safnstæðin í borginni hér.