Nýtt öldungaráð tekur til starfa

frá vinstri: Haraldur Sumarliðason, Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, Viðar Eggertsson, Sara Björg Sigurðardóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Jóhann Birgisson, Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir.
Öldungaráð frá vinstri: Haraldur Sumarliðason (Korpúlfar í Grafarvogi), Þórhildur Guðrún Egilsdóttir (velferðarsvið), Viðar Eggertsson (Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni), Sara Björg Sigurðardóttir formaður öldungaráðs, Þorkell Sigurlaugsson, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir (Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni), Jóhann Birgisson (Samtök aldraðra), Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir (Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu).

Nýtt öldungaráð hélt sinn fyrsta fund á nýju kjörtímabili í gær, miðvikudaginn 14. september. Ráðið fór yfir starfið framundan og ætla þau að fara á ýmsa starfsstaði velferðarsviðs borgarinnar og kynna sér starfsemina og má þar t.d. nefna starf félagsmiðstöðva fyrir fullorðið fólk.

Ráðið hefur það hlutverk að fjalla um þjónustu við aldraða og þróun öldrunarmála. Þau gefa ráðum, nefndum og borgarstjórn ráð um málefni og hagsmuni borgarbúa auk þess að vera vettvangur samráðs allra borgarbúa sem eru 67 ára og eldri.

Öldungaráðið er skipað níu fulltrúum og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kýs þrjá fulltrúa, Félag eldri borgara þrjá fulltrúa, Samtök aldraðra, Korpúlfar, Samtök eldri borgara og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins eiga hvert um sig einn fulltrúa. Borgarstjórn kýs formann ráðsins en öldungaráðið sjálft kýs sér varaformann og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og borgarstjórnar. 

Í öldungaráði sitja núna; 

Haraldur Sumarliðason frá Korpúlfum í Grafarvogi, Þórhildur Guðrún Egilsdóttir frá velferðarsviði, Viðar Eggertsson frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Sara Björg Sigurðardóttir kosin af borgarstjórn og formaður öldungaráðs, Þorkell Sigurlaugsson og Unnur Þöll Benediktsdóttir kosin af borgarstjórn, Ingibjörg Óskarsdóttir frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Jóhann Birgisson frá Samtökum aldraðra og Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir frá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar um öldungaráð