Nýr skólastjóri Réttarholtsskóla | Reykjavíkurborg

Nýr skólastjóri Réttarholtsskóla

mánudagur, 4. júní 2018

Margrét Sigfúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Réttarholtsskóla.

  • Ungmenni á lóð Réttarholtsskóla.
    Ungmenni á lóð Réttarholtsskóla.

Margrét hefur lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari, deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri í Ölduselsskóla. Sjö umsækjendur voru um stöðu skólastjóra Réttarholtsskóla, en umsóknarfrestur rann út 6. maí síðastliðinn.