Nýr skólastjóri í Húsaskóla

Skóli og frístund

""

Katrín Cýrusdóttir hefur verið ráðin skólastjóri í Húsaskóla í Grafarvogi.

Katrín lauk B.Ed. í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 1996 og eins árs viðbótarnámi í almennu kennaranámi að loknu kennaraprófi 1997 frá sama skóla. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari, stigsstjóri, yfirmaður frístundaheimilis, deildarstjóri í grunnskóla og staðgengill skólastjóra.

Sex umsækjendur voru um skólastjórastöðuna í Húsaskóla en umsóknarfrestur rann út 9. ágúst.