Nýr leikskólastjóri í Geislabaugi | Reykjavíkurborg

Nýr leikskólastjóri í Geislabaugi

mánudagur, 25. júní 2018

Þóra Jóna Jónatansdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Geislabaugi í Grafarholti. 

  • Geislabaugur
    Geislabaugur

Þóra Jóna lauk B.Ed. prófi í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 1984. Hún starfaði sem leikskólakennari á Íslandi í tvö ár og í Svíþjóð í 8 ár, sem deildarstjóri í eitt ár og sem aðstoðarleikskólastjóri í 21 ár, fyrst á Akureyri og síðan í leikskólanum Geislabaugi frá 2004. Hún starfaði sem leikskólastjóri í eitt ár í afleysingu og hefur því mikla og víðtæka reynslu sem stjórnandi.

Þrír umsækjendur voru um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.