Nýir starfsmenn félagsmiðstöðva fá fræðslu

miðvikudagur, 11. október 2017

Árleg grunnfræðsla fyrir nýtt starfsfólk félagsmiðstöðva í Reykjavík var haldin á dögunum í Kringlumýri og höfðu deildarstjórar unglingastarfs í frístundamiðstöðvunum umsjón með fræðslunni. 

  • Hópur nýrra starfsmanna félagsmiðstöðvanna með leiðbeinendum.
    Nýir starfsmenn félagsmiðstöðva ásamt deildarstjórum unglingastarfs furðulega ferskir að fræðslunni lokinni.

Stiklað var á stóru yfir þá þætti sem talið er mikilvægt að nýliðar í starfinu þekki og tileinki sér og meðal annars fjallað um hlutverk og hugmyndafræði félagsmiðstöðvastarfsins, helstu þroskaverkefni 10-16 ára barna og unglinga, ábyrgð og skyldur starfsfólks og mikilvæga kunnáttu og hæfni í frístundastarfi með börnum og unglingum.