Ný og glæsileg lóð við leikskólann Bakkaborg | Reykjavíkurborg

Ný og glæsileg lóð við leikskólann Bakkaborg

þriðjudagur, 12. september 2017

Á dögunum var tekin í notkun ný og endurgerð leikskólalóð við Bakkaborg í Neðra-Breiðholti. 

 

 

  • Ný leiktæki.
    Ný leiktæki með fallvarnarlagi hafa verið sett upp á lóðinni.
  • Veislugestir í Bakkaborg.
    Efnt var til grillveislu á nýju leikskólalóðnni.
  • Útiveislan.
    Mikil ánægja er með nýju leikskólalóðina.

Lóðin við Bakkaborg er útbúin með nýjum leiktækjum og skemmtilegri garðyrkjuaðstöðu. Hún var tekin í notkun með viðhöfn að viðstöddum börnum og foreldrum. Efnt var til grillveislu á lóðinni og klippt á borða að Kastalagarði, en lóðinni er skipt upp í þrjá garða, hinir heita Aldringarður og Drekagarður.

Á nýju lóðinni við Bakkaborg hefur verið settur hiti í stéttar og öll lóðin endurnýjuð. Áætlaður heildarkostnaður við endurgerð lóðarinnar er um 100 milljónir króna. 

Börnum, foreldrum og starfsfólki í Bakkaborg er óskað til hamingju með endurgerða og glæsilega leikskólalóð.