Ný menntastefna viðfangsefni Öskudagsráðstefnunnar

Skóli og frístund

""

Menntastefna fyrir börn í borg er yfirskrift árlegrar Öskudagsráðstefnu fyrir grunnskólakennara í borginni sem haldin verður 14. febrúar, kl. 13:15-16:00 í Silfurbergi í Hörpu.

Áherslur Öskudagsráðstefnunnar að þessu sinni eru þeir fimm meginþættir nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar sem unnið hefur verið að síðastliðið ár. Fimm fyrirlesarar munu vera með erindi um áhersluþættina sem eru:

  • Læsi
  • Félagsfærni
  • Sköpun
  • Sjálfsefling
  • Heilbrigði

Þá verða hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs vegna grunnskólastarfs afhent á ráðstefnunni og einnig Minningarverðlaun Arthurs Morthens sem verða nú afhent í annað sinn. 

Dagskrá ráðstefnunnar:

  • Skráning og kaffiveitingar
  • Setning: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
  • Heilsa og vellíðan – hlutverk skóla og tækifæri í skólastarfi
    Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Menntvísindasvið HÍ
  • Læsi: Leikni fortíðar eða lykill framtíðar?
    Baldur Sigurðsson, dósent við Menntavísindasvið HÍ
  • Að vinna út frá styrkleikum – lykill að árangri
    Anna Steinsen, eigandi og þjálfari hjá KVAN
  • Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs 2018  og
  • Minningarverðlaun Arthurs Morthens 2018
    Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs
  • Að lifa og starfa í samfélagi við aðra
    Kolbrún Pálsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ
  • Hugvit sem grunnur náms
    Rósa Gunnarsdóttir, ráðgjafi
  •  Samantekt og slit: Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs
  • Ráðstefnustjóri: Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu SFS