Ný menntastefna viðfangsefni Öskudagsráðstefnunnar | Reykjavíkurborg

Ný menntastefna viðfangsefni Öskudagsráðstefnunnar

miðvikudagur, 24. janúar 2018

Menntastefna fyrir börn í borg er yfirskrift árlegrar Öskudagsráðstefnu fyrir grunnskólakennara í borginni sem haldin verður 14. febrúar, kl. 13:15-16:00 í Silfurbergi í Hörpu.

 • Öskudagsráðstefna 2018
  Öskudagsráðstefna 2018

Áherslur Öskudagsráðstefnunnar að þessu sinni eru þeir fimm meginþættir nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar sem unnið hefur verið að síðastliðið ár. Fimm fyrirlesarar munu vera með erindi um áhersluþættina sem eru:

 • Læsi
 • Félagsfærni
 • Sköpun
 • Sjálfsefling
 • Heilbrigði

Þá verða hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs vegna grunnskólastarfs afhent á ráðstefnunni og einnig Minningarverðlaun Arthurs Morthens sem verða nú afhent í annað sinn. 

Dagskrá ráðstefnunnar:

 • Skráning og kaffiveitingar
 • Setning: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
 • Heilsa og vellíðan – hlutverk skóla og tækifæri í skólastarfi
  Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Menntvísindasvið HÍ
 • Læsi: Leikni fortíðar eða lykill framtíðar?
  Baldur Sigurðsson, dósent við Menntavísindasvið HÍ
 • Að vinna út frá styrkleikum – lykill að árangri
  Anna Steinsen, eigandi og þjálfari hjá KVAN
 • Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs 2018  og
 • Minningarverðlaun Arthurs Morthens 2018
  Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs
 • Að lifa og starfa í samfélagi við aðra
  Kolbrún Pálsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ
 • Hugvit sem grunnur náms
  Rósa Gunnarsdóttir, ráðgjafi
 •  Samantekt og slit: Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs
 • Ráðstefnustjóri: Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu SFS

Sjá auglýsingu um ráðstefnuna 
Skráning á ráðstefnuna