Ný forsætisnefnd hefur störf

Stjórnsýsla

""

Fyrsti fundur nýrrar forsætisnefndar var haldinn 15. febrúar sl.

Breytingar voru gerðar á samþykktum Reykjavíkurborgar um skipan forsætisnefndar. Hingað til hefur nefndin verið skipuð forseta og tveimur varaforsetum sem jafnan koma allir úr meirihluta. Breytingin hefur nú tekið gildi og á fundi borgarstjórnar 5. febrúar sl. voru kjörnir tveir varaforsetar til viðbótar sem báðir koma úr röðum minnihlutans. Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar og Guðrún Ögmundsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar voru endurkjörin varaforsetar og nýkjörnir varaforsetar eru þau Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.

Nánar um forsætisnefnd