Ný Borgarsýn komin út

Samgöngur Skipulagsmál

""

Nýtt tölublað af tímaritinu Borgarsýn er komið út. Þar er fjallað um skipulagsmál í Reykjavík, umhverfismál og samgöngur.

Í nýrri og líflegri Borgarsýn er að þessu sinni fjallað um hugmyndaleit sem fram fór um svæðið í kringum Hlemm í máli og myndum.

Fjallað um nýtt metnaðarfullt skipulag í Gufunesi en þar er nú þegar kominn vísir að kvikmyndaþorpi í byggingum sem áður hýstu starfsemi Áburðarverksmiðjunnar og einnig nýtt rammaskipulag fyrir Skerjafjörð.

Greint er frá því í blaðinu hverjir hlutu Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2018. Hugmyndir að brú yfir Fossvoginn sem tengir saman Kársnes og Skerjafjarðarsvæðið eru einnig til umfjöllunar í Borgarsýn. Einnig er nett grein um verkefnið Torg í biðstöðu sem snýst um að gera torg og svæði í borginu lífleg og skemmtilegt.

Loftslagsmaraþonið Climathon sem haldið verður í Reykavík 26. október er einnig kynnt í blaðinu en það ættu allir að sækja sem láta sig loftslagsmál í heiminum varða.

Í næstu viku 16. – 22. september er Evrópsk samgönguvika haldin og eru íbúar hvattir til að velja sér fjölbreytta ferðamáta, ganga, hjóla, hlaupa eða taka strætó.

Borgarsýn er gefin út af umhverfis og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Hægt er að nálgast blaðið í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12 - 14 og Ráðhúsi Reykjavíkur 

Lesa PDF útgáfu Borgarsýn 22