Ný borgarstjórn hefur störf

Kosningar Stjórnsýsla

""

Ný borgarstjórn fundaði í fyrsta sinn í dag eftir kosningar.

Dagur B. Eggertsson tók í dag við embætti borgarstjóra í Reykjavík á borgarstjórnarfundi þar sem ný borgarstjórn fundaði í fyrsta sinn eftir kosningar.  Í upphafi borgarstjórnarfundar var Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, kjörin forseti borgarstjórnar til eins árs en þess má geta að hún er yngsti borgarfulltrúinn sem hefur gegnt embættinu til þessa. Að ári liðnu tekur Pawel Bartoszek, annar maður Viðreisnar, við embættinu.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, var kjörin formaður borgarráðs.

Þá var kjörið í ný ráð og nefndir:

Umhverfis- og heilbrigðisráð: formaður Líf Magneudóttir (VG)

Mannréttinda- og lýðræðisráðs: formaður Dóra Björt Guðjónsdóttir (P)

Skóla- og frístundaráð: formaður Skúli Helgason (S)

Velferðarráð: formaður Heiða Björg Hilmisdóttir (S)

Skipulags- og samgönguráð: formaður Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (P)

Menningar- og íþróttaráð: Pawel Bartoszek fyrsta árið en Hjálmar Sveinsson tekur svo við.

Á vef Reykjavíkurborgar má nálgast upplýsingar um í hvaða ráðum og nefndum hver fulltrúi situr.