Nú er hægt að sækja um styrki úr Miðborgarborgarsjóði

""

Við hvetjum alla til að sækja um hvort sem um er að ræða hagsmuna- eða grasrótarsamtök, fyrirtæki eða einstaklingar. Hægt er að sækja um styrki úr Miðborgarborgarsjóði til og með 29. apríl næstkomandi.

Markmið Miðborgarsjóðsins er að stuðla að því að miðborgin sé góður staður til búsetu sem og áhugaverður og aðlaðandi áfangastaður fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila borgarinnar, landsmenn alla og erlenda gesti.

Lögð er áhersla á að styrkja verkefni sem hvetja til fjölbreytni, frumkvæðis, nýsköpunar og rannsókna í eflingu miðborgarinnar.

Sérstök áhersla er lögð á að styrkja verkefni sem eru í samræmi við leiðarljós stefnu Reykjavíkurborgar um málefni miðborgar, en þau eru:

  • Heildstæð miðborg
  • Miðborg allra
  • Aðlaðandi miðborg
  • Fjölbreytt miðborg
  • Vel tengd og vistvæn miðborg

Heildarfjárhæð styrkja fyrir árið 2018 er kr. 30.000.000. 

Árið 2017 voru veittir styrkir til neðangreindra verkefna: 

Miðborgin Okkar

Endurheimt verslunar- og þjónusturými á jarðhæð - rannsókn

Slökun í borg

Rætur Reykjavíkur

Vefur Hverfablaðs Miðborgar og Hlíða

Íbúasamtök Miðborgar, v/ verkefna Heil Brú, Hverfisgöngur og Átthagafélög innflytjenda

Myndbönd um arkitektúr í miðborginni

HLJÓMhrif

Samtök um bíllausan lífsstíl - viðburðahöld og fræðsla

Jólatjald í Fógetagarði

Konur í Kaupmennsku - rannsókn

Jólatorg í Hjartargarði

Skítamix

Jólaútimarkaður við Hlemm

Borgarhúsgögn

 

 

Allar nánari upplýsingar og rafrænt umsóknarferli er að finna á heimasíðu sjóðsins

www.reykjavik.is/midborgarsjodur