Norræn höfuðborgarráðstefna í Helsinki

""

Norræn höfuðborgarráðstefna er nú haldin í Helsinki í Finnlandi og stendur hún dagana 16.-17. febrúar.

Ráðstefnan hefur verið haldin annað hvert ár en hún var fyrst haldin í Reykjavík 2003. 

Á ráðstefnunni í Helsinki verður fjallað um snjallborgir eða Open cities og aðgerðir í þeim efnum.  Tíu manna hópur sækir ráðstefnuna fyrir hönd borgarinnar, fulltrúar frá hverjum flokki auk embættismanna.

Þátttakendur eru borgarstjórar, borgarfulltrúar og helstu embættismenn frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Helsinki, Osló, Mariehamn, Nuuk og Þórshöfn.

Með ráðstefnunni er skapaður vettvangur fyrir borgarstjóra, borgarfulltrúa og helstu embættismenn að ræða um brýn málefni, skiptast á reynslu og halda góðum tengslum.